Veiði í Ölfusá fyrir landi Selfoss var opnuð á föstudagsmorgun klukkan 7:00 og kom fyrsti laxinn á land hálftíma síðar.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, opnaði ána og tók fyrsta kastið undir leiðsögn Páls Árnasonar, heiðursfélaga Stangaveiðifélags Selfoss og Guðmundar Maríasar Jenssonar, formanns félagsins.
Það var Bogi Karlsson úrsmiður sem náði svo að landa fyrsta laxinum, fjögurra punda hæng kl. 7:30 í Víkinni. Skömmu síðar veiddi svo Sverrir Einarsson tæplega sex punda sjóbirting, einnig í Víkinni.