Bókamarkaðurinn leitar að sjálfboðaliðum

Bókamarksfundur sem boðaður var í kvöld klukkan 20 er frestað til þriðjudagskvölds vegna EM leiks Íslands – Englands.

Allir áhugamenn um starf Bókabæjanna eru hvattir til að mæta á sama tíma á þriðjudagskvöld í Leikhúsið við Sigtún.

Þar verður rætt um fyrirhugaðan bókamarkað í Leikhúsinu. Sambærilegur markaður var í Hveragerði í fyrra og vonir standa til að seinna meir megi halda sambærilega markaði í öllum kauptúnum Bókabæjanna sem ná yfir lágsveitir Árnessýslu.

Reiknað er með að markaðurinn taki til starfa fljótlega uppúr mánaðamótum og starfi fram í ágústmánuð. Á fundinum verður farið yfir verkefnið og deilt út störfum til þeirra sem áhuga hafa.

Fjölmargir lögðu hönd á plóginn við verkefnið í fyrra og það er von aðstandenda að sama starfsgleðin einkenni starfið í ár.

Fyrri greinÚrskurðaður í nálgunarbann eftir líkamsárás
Næsta greinBogi fékk fyrsta laxinn