Bókasafnið og Skema bjóða börnum í Scratch

Ljósmynd/Aðsend

Bókasafn Árborgar á Selfossi býður börnum á aldrinum 10-12 ára á námskeið í forritun í samstarfi við Skema á laugardagsmorgun, 16. febrúar kl. 11:30.

Í þetta sinn verður unnið með undirstöðuatriði í forritun með Scratch.

Þátttakendur munu læra undirstöðuatriði í forritun með Scratch sem er gífurlega byrjendavænt kubbaforritunarmál hannað til þess að kenna öllum grunnhugtök forritunar. Í Scratch eru almennar forritunaraðgerðir kenndar með kubbum sem notandinn smellir saman líkt og LEGO til þess að búa til forrit.

Þrátt fyrir að vera afar einfalt kennir Scratch samt sem áður nánast öll hugtök forritunar, þar á meðal: breytur, lykkjur, föll, segðir, virkja og skilyrðissetningar ásamt öðru. Scratch er notað til þess að kenna ungum krökkum forritun.

Börn á aldrinum 10-12 ára eru hjartanlega velkomin og þetta kostar ekki krónu!

Fyrri greinHluta Flóaskóla lokað vegna myglu
Næsta greinBjarkey sigraði í ritlistarsamkeppni