Bolette Høeg Koch á Hæli hefur verið ráðin skólastjóri Þjórsárskóla og Sigríður Björg Gylfadóttir í Steinsholti leikskólastjóri Leikholts í Brautarholti.
Þetta var samþykkt á sveitarstjórnarfundi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í vikunni að tillögu skólanefndar.
Bolette er kennari við Þjórsárskóla og hefur sinnt starfi skólastjóra á meðan fyrri skólastjóri var í leyfi. Sigríður Björk hefur starfað sem deildarstjóri í Leikholti.