Bómuhliðs í Svanabyggð saknað

Bómuhliðs sem var fyrir veginum inn í sumarbústaðahverfi í Svanabyggð í landi Efra Sels við Flúðir er saknað.

Búið var að skipta hliðinu út fyrir annað nýrra og það lagt til hliðar við veginn. Þegar þess var vitjað um helgina kom í ljós að það var horfið.

Bómuhliðið mun hafa verið fjarlægt á tímabilinu frá 15. febrúar til 8. mars síðastliðinn. Það er enn brúklegt og í góðu lagi.

Lögreglan biður þá sem vita hvar það er niðurkomið að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinMár Ingólfur: Fortíðarþrá eða nútímavæðing
Næsta greinReyndi að smygla lyfjum á Hraunið