Matvælastofnun hefur vörslusvipt bónda á Suðurlandi öllum gripum þar sem enginn fékkst til þess að sjá um bústofninn í veikindum bóndans.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að vegna veðurfarslegra aðstæðna var ekki hægt að bíða með þessar aðgerðir, því vegna dýravelferðar hefði þurft að tryggja gripum aðgengi að vatni og fóðri.
Nautgripir og hross voru send til slátrunar en sauðfé og hænur voru aflífuð og þeim fargað.