Bónus afhenti fimleikadeild Umf. Selfoss 500 þúsund króna styrk í morgun í tilefni af opnun nýju Bónusverslunarinnar á laugardaginn.
Bónus hefur haft þann sið þegar nýjar verslanir eru opnaðar að fagna því með því að styrkja íþróttafélög í viðkomandi bæjum.
„Það er okkur mikil ánægja að geta stutt við bakið á hinu frábæra starfi sem unnið er í fimleikadeildinni á Selfossi,“ sagði Árni Hilmar Birgisson, svæðisstjóri Bónus, í samtali við sunnlenska.is.
Birgir Ásgeir Kristjánsson, formaður deildarinnar, tók við styrknum ásamt tveimur fulltrúum iðkenda.