Borðaklipping á föstudaginn

Nýji vegurinn yfir Lyngdalsheiði verður formlega opnaður síðdegis nk. föstudag.

Samgönguráðherra ásamt vegamálastjóra mun þá klippa á borða og hleypa umferð formlega á veginn. Athöfnin fer fram austanmegin á veginum, nær Laugarvatni.

Nýji vegurinn er fjórtán kílómetra langur heilsársvegur og leysir af hólmi eldri veg um Gjábakka sem liggur nokkru norðar.

Fyrri grein„Hestarnir þegja en fótboltamennirnir ekki“
Næsta greinHúsfyllir á orgelverkstæðinu