Borgarverk ehf átti lægsta tilboðið í endubætur á Hamarsvegi í Flóahreppi, frá Félagslundi að Hamarshjáleigu.
Tilboð Borgarverks hljóðaði upp á rúmar 68,8 milljónir króna og var 76% af áætluðum verktakakostnaði, sem var 90,7 milljónir króna.
Verk og tæki ehf átti næst lægsta tilboðið, 72,5 milljónir króna og Vörubílstjórafélagið Mjölnir bauð 77,9 milljónir króna.
Um er að ræða útaksturs styrktarlags, burðarlags og útlögn klæðningar frá Félagslundi að Hamarshjáleigu. Verkinu á að vera lokið þann 1. ágúst næstkomandi.