Börn hjálpa hungruðum í Sómalíu

Frændsystkinin Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Dagur Gnýsson hafa fylgst með fréttaflutningi frá Afríku með óhug.

Þau langaði að leggja sitt af mörkum og héldu tombólu til styrktar sveltandi börnum í Sómalíu um töðugjaldahelgina á Hellu.

Tombólan gekk vel og söfnuðu þau rúmum 11 þúsund krónum sem þau lögðu inn á söfnunarreikning hjá Rauða krossinum.

Fyrri greinHaraldur og Ingunn Harpa stigahæst
Næsta greinGóð aðsókn í Slakka