Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vill beina þeim tilmælum til leiksskóla, skóla og annarra umsjónarmanna barna, að láta þau ekki leika sér úti meðan ástandið er eins og það er vegna öskufalls frá Grímsvatnagosinu.
Stofnunin segir, að útivera sé ekki talin almennt hættulegt en við leik utandyra þyrlast upp ryk sem er alltaf nálægt vitum lítilla barna.
Viðmiðunarmörk fyrir svifryk í andrúmslofti eru 50 míkrogrömm í rúmmetra á sólarhring.