Börn og eldri borgarar í Árborg fá gefins árskort

Um áramótin breyttist gjaldskrá sundlauga Árborgar á Selfossi og Stokkseyri. Stærsta breytingin er sú að nú er aftur sett upp barnagjald fyrir 10-17 ára börn, en börn sem búsett eru í Árborg fá gefins árskort frá sveitarfélaginu.

Sama fyrirkomulag gildir um gjaldtöku af eldri borgurum. Aðgangseyrir barna, eldri en 10 ára og eldri borgara, 67 ára og eldri er 150 krónur.

Stakt skipti í sund hækkar úr 650 krónum upp í 900 krónur og einnig eru hækkanir á árskortum um 3,8 til 8,6%.

Öryrkjar fá frían aðgang sem fyrr, en verða að framvísa korti

Fyrri greinGlæsileg inniaðstaða tekin í gagnið
Næsta greinFannar Ingi sigraði á sterku unglingamóti