Börn, öryrkjar og eldri borgarar fá gefins árskort

Börn, öryrkjar og eldri borgarar í Rangárþingi ytra og Ásahreppi fá gefins árskort í sund. Þetta gildir bæði í sundlaugina á Hellu og sundlaugina á Laugalandi óháð því í hvoru sveitarfélaginu viðkomandi er búsettur.

Þeir íbúar sem vilja nýta sér þetta þurfa einungis að skrá sig þegar þeir mæta í sund og eftir það tekur árskortið gildi, það gildir þó alltaf bara út árið 2016 óháð því hvenær það er virkjað.

Samkvæmt gjaldskrá kostar stakt skipti fyrir 16 ára og eldri 700 krónur, börn 8-15 ára 300 krónur og fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja 300 krónur.

Fyrri greinBárður fékk háttvísibikarinn
Næsta grein155 HSK met sett á síðasta ári