Börnin syngjandi glöð á öskudaginn

Ljósmyndari sunnlenska.is rakst á þá Alexander Frey Haraldsson, Hannes Haraldsson, Anton Grétar Marinósson og Hjalta Sigurðsson á Austurveginum á Selfossi. Þeir voru ánægðir með daginn. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Það er óvenjulegur öskudagur í ár en þrátt fyrir það eru börnin á ferðinni um Selfossbæ í grímubúningum og syngja fyrir nammi þar sem það er í boði.

Einhverjar verslanir og þjónustuaðilar eru með opið fyrir krakkana og er fyllstu sóttvarna gætt. Að sögn kaupmanna sem sunnlenska.is hefur rætt við hefur dagurinn gengið frábærlega, börnin eru glöð og þakklát og það er tekið á móti þeim með brosi á vör í vetrarblíðunni.

Fyrri greinBifreið hvarf af vettvangi slyss
Næsta greinVerðlaunasögur í Grunnskólanum í Hveragerði