Í gær hittust nokkir gamlir Selfyssingar, nánar tiltekið þeir sem voru börn í Mjólkurbúshverfinu frá 1945 til 1960.
Hópurinn, um 25 manns, heimsótti fyrst mjólkurbúið á Selfossi, gamla vinnustað foreldra sina og „leiksvæðið“ þar um kring, undir leiðsögn Ágústs Þórs Jónssonar rekstrarstjóra.
Að því loknu hélt hópurinn á Hótel Selfoss þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir, Eiríkur G. Guðmundsson og Kristján Larsen buðu upp á frásagnir um æskudaga í Mjóklurbúshverfinu og myndasýningar frá tímabilinu 1945 til 1960.
Fyrir hönd sveitarfélagsins heilsaði Kjartan Björnsson upp á hópinn og hélt stutta tölu um sína upplifun af Mjólkurbúshverfinu á sínum ungdómsárum.