Borun hitastigulsholunnar við Goðaland í Fljótshlíð lauk í síðustu viku þegar komið var niður á 250 metra dýpi. Vatnshitinn á því dýpi var 19°C.
Holan var hitamæld á mánudaginn og þá kom í ljós að ofan við 190 metra er 13-14°C heitt vatnskerfi ríkjandi.
Holan var einnig dæluprófuð með stangir niður á 100 metra dýpi. Upp úr henni komu um 55 l/sek af um 14°C heitu vatni. Niðurdráttur var sáralítill svo holan getur afkastað mun meira magni með niðurdrætti.
Nú verður farið í að vinna úr þeim gögnum sem safnað var við borunina áður en ákveðið verður með framhaldið.