Bræðurnir hættir í slökkviliðinu

Bræðurnir Ívar Páll og Ágúst Freyr Bjartmarssynir eru hættir að stýra slökkviliðinu í Mýrdalshreppi.

Þeir hafa skipst á að gegna embættum slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra undanfarin fjögur ár.

„Ég ákvað að hætta af persónulegum ástæðum; er að fara í nám og á þar af leiðandi erfitt með að sinna starfinu. Gústi bróðir ákvað að segja þetta bara gott líka,“ segir Ívar Páll í samtali við Sunnlenska.

Starf slökkviliðsstjóra er skilgreint sem átta prósent staða og er sá sem henni gegnir töluvert bundinn við svæðið.

Sveitarstjórn hefur falið Einari Bárðarsyni og Elíasi Guðmundssyni að finna eftirmenn bræðranna.

Fyrri greinTveimur bjargað af Fimmvörðuhálsi
Næsta greinLandsbjörg fær aðra milljón frá nammi.is