Eldur kom upp í bifreið sem valt útaf Suðurlandsvegi á Hellisheiði, rétt fyrir ofan Kambabrún, laust fyrir klukkan tvö í nótt. Fimm voru í bílnum og sluppu allir án teljandi meiðsla.
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði var kallað út en þau boð voru síðan afturkölluð þar sem bíllinn var brunninn til kaldra kola.
Ísing var á veginum og misst ökumaðurinn stjórn á bílnum í henni svo að bíllinn fór útaf veginum og valt.