Brautskráning stúdenta og skólaslit Menntaskólans að Laugarvatni, sem hefjast áttu kl. 14 laugardaginn 30. maí nk., hafa verið færð fram um þrjár klukkustundir og hefst dagskrá kl. 11.
Ástæða þessa er að verðandi nýstúdentar fljúga utan síðdegis þennan dag. För þeirra var flýtt vegna verkfallsboðunar dagana 31. maí og 1. júní en verkfall þessa daga myndi raska ferðaáætlun hópsins svo um munaði.
Skólinn ákvað að taka tillit til þessa og því varð úr að tímasetningu brautskráningar er flýtt um nokkra klukkutíma.
Útskriftarhátíðinni lýkur um kl. 12:30 og í framhaldi af henni er, svo sem venja er, boðið til kaffisamsætis í matsal skólans.
Hátíðakvöldverður júbílanta verður með sama sniði og á sama tíma og venja segir til um.