Neyðarlínan fékk boð síðdegis í dag um að eldur væri kominn upp á eldavél í raðhúsaíbúð við Birkihóla á Selfossi.
Brennd pönnukaka varð til þess að ræsa eldvarnarkerfi í húsinu sem er þjónustuíbúð fyrir fatlaða.
Enginn eldur reyndist í eldhúsinu og þurftu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi því ekki að athafna sig á vettvangi.