Vinnuslys varð hjá starfsmanni Paintball á Bestu útihátíðinni í nótt.
Að sögn lögreglu var maðurinn að setja þrýstiloft á leiktæki er sprenging varð og fékk maðurinn alvarleg brunasár. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.
Um 4.000 manns voru á svæðinu í nótt. Lögreglan segir að nóttin hafi að mestu gengið vel en nokkur ölvun hafi verið á svæðinu. Þá hafi um 25 fíkniefnamál komið upp síðastliðinn sólarhring. Alls gisti nú tveir fangageymslur á Selfossi.
Lögreglan verður áfram með öflugt eftirlit á svæðinu ásamt öflugri svæðisgæslu, að því segir í tilkynningu frá lögreglu.