Umhverfisstofnun hefur boðað rekstraraðila að þremur eldri sorpbrennslum til fundar á morgun, m.a. brennslunnar á Kirkjubæjarklaustri.
Tilefnið er lokun sorpbrennslunnar Funa í Skutulsfirði vegna díoxínmengunar. Sorpbrennslan á Klaustri hefur starfsleyfi skv. undanþágu frá reglum Umhverfisstofnunar þar sem meðal annars eru sett mörk um díoxín.
Mælingar voru gerðar á Kirkjubæjarklaustri árið 2007 sem sýndu að díoxín mældist yfir mörkum.
Á fundinum á morgun verður staða málsins og framhald þess rædd, eins og það er orðað í fréttatilkynningu.