Breytingar á stjórn SASS

Breytingar voru gerðar á stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á aukaaðalfundi þeirra í síðustu viku. Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps var endurkjörinn formaður.

Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps er nýr varaformaður samtakanna. Aðrir í stjórn eru Páll Marvin Jónsson, Vestmannaeyjum, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Árborg, Eggert Valur Guðmundsson, Árborg, Sæmundur Helgason, Höfn í Hornafirði, Anna Björg Níelsdóttir, Sveitarfélaginu Ölfusi, Unnur Þormóðsdóttir, Hveragerðisbæ og Ágúst Sigurðsson Rangárþingi ytra.

Á fundinum voru m.a. umræður um ársreikning samtakanna og óráðstafaðan hagnað af rekstri, en samkvæmt umræð- um um málið er honum óráðstafað enn þar sem óvíst er um dómsmál gegn samtökunum vegna almenningssamgangna.

Fyrri greinFlugeldasýning í fyrsta sigri Hamars – Ægir tapaði
Næsta greinLand grætt við Bleiksárgljúfur