Breytingar hjá Búnaðarsambandinu

Um síðustu áramót tók Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, RML, til starfa. Fyrirtækið tekur yfir faglegt starf og ráðgjöf til bænda sem verið hefur á höndum búnaðarsambanda og ráðgjafasviðs Bændasamtakanna.

Sú starfsemi sem verður eftir hjá Búnaðarsambandi Suðurlands við þessar breytingar eru fyrirtæki Búnaðarsambandsins, Kynbótastöð Suðurlands, Sauðfjársæðingastöð Suðurlands, Tilraunabúið Stóra-Ármóti og bændabókhaldsdeildin.

Búnaðarsambandið leigir RML starfsaðstöðu og afnot af bílum. Þá mun Búnaðarsambandið áfram sinna félagslegum störfum, umsýslu og úttektum jarða- og húsabóta, umsóknum um lögbýli og sjá um fleiri verkefni sem m.a. lúta að lögum um búfjárhald, girðingalögum, vörnum vegna landbrots ofl.

Búnaðarsamböndin munu sjá um túnkortagerð, úttektir og eftirlit vegna umsókna m.a. í Framleiðnisjóð og Bjargráðasjóð.

Frá þessu er greint á heimasíðu Búnaðarsambandsins

Fyrri greinGuðbjörg og Fanney í stjórn Bændasamtakanna
Næsta greinEngin kennsla í FSu í dag