Leikskólinn Brimver á Eyrarbakka fékk í dag formlega viðurkenningu á því að skólinn sé heilsuleikskóli.
Heilsuleikskóli er leikskóli sem starfar eftir viðmiðum Heilsustefnunar. Unnur Stefánsdóttir, frá Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, var leikskólastjóri í Skólatröð í Kópavogi árið 1995 og hafði þá frumkvæði að mótun stefnunnar. Markmið hennar er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun.
Samtök Heilsuleikskóla voru stofnuð í 2006 og sjá þau nú um að veita starfsleyfi en Brimver er 15. leikskólinn sem tekur upp heilsustefnuna. Æskukot á Stokkseyri verður formlega heilsuleikskóli síðar í dag og síðar í október mun Kæribær á Klaustri einnig taka formlega upp heilsustefnuna.
Einn leikskóli á Suðurlandi, Árbær á Selfossi, hefur áður tekið upp heilsustefnuna.