Brotist inn í þrjú hesthús

Brotist var inn í þrjú hesthús á Vorsabæjarvöllum við Hveragerði aðfaranótt sl. föstudags.

Þaðan var stolið hnakk, hófhlífum, méli, járningasetti, hitablásara, verkfærum og fleiru.

Lögreglan óskar eftir upplýsingum sem má koma til hennar í síma 480 1010.

Í síðustu viku voru sautján hegningarlagabrot kærð til lögreglunnar á Selfossi. Brotin voru af ýmsu tagi svo sem þjófnaðir, fjársvik, líkamsárásir, húsbrot og eignaspjöll.

Fyrri greinBesti árangur sunnlenskra skóla í Skólahreysti
Næsta greinEkið á stúlku á rafvespu