Um helgina var brotist inn í tvo sumarbústaði við Þingvallavatn og aðra tvo á Stokkseyri.
Um kl. 6 á laugardagsmorgun bárust innbrotsboð frá sumarbústað í landi Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Lögreglumenn fóru þegar á staðinn en urðu ekki varir við mannaferðir. Staðfest var að brotist hefði verið inn í bústaðinn með því að spenna upp glugga með kúbeini. Eigendur bústaðarins söknuðu flatskjás.
Er leið á morguninn var tilkynnt um innbrot í bústað í Svínahlíð sem er skammt frá. Þar var sömu aðferð beitt við að komast inn í húsið og þjófarnir skildu eftir kúbein. Úr bústaðnum var stolið flatskjá og hljómtækjum og öðrum rafmagnstækjum.
Þá var brotist inn í tvo sumarbústaði sem standa við Hásteinsveg á Stokkseyri um helgina. Ekki liggur hvort einhverju var stolið í þessum innbrotum þar sem eigendur eiga eftir að fara yfir það.