Um helgina var brotist inn í pósthúsið í Hveragerði og þaðan stolið Acer fartölvu og Olympus stafrænni myndavél.
Lögreglan hefur engar upplýsingar um hver var þarna á ferð og biður þá sem veitt geta upplýsingar um innbrotið að hafa samband.
Hins vegar er upplýst innbrot sem framið var í fyrirtæki við Gagnheiði á Selfossi um helgina. Þaðan var stolið fartölvu, tölvuskjá og fleiri munum.
Lögreglumenn leystu málið eftir að þeir höfðu leitað upplýsinga hjá borgurum sem leiddu til þess að karlmaður var handtekinn. Þýfið fannst í bíl hans auk muna sem hann hafði hnuplað í Húsasmiðjunni á Selfossi. Maðurinn viðurkenndi brot sín.