Brotist inn í Silfurnes

Á tímabilinu frá 27. mars til 10. apríl var brotist inn í Silfurnes SF 99 sem lá í smábátahöfninni í Þorlákshöfn.

Þar var stolið tveimur DNG 6000 handfærarúllum, um 500 Mustad krókum og stórum spennubreyti 24 w í 220 w.

Grunur er um að farið hafi verið í fleiri báta, en það er í skoðun.

Lögregla biður þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 444 2010.

Fyrri greinSparkaði í andlit lögreglumanns
Næsta greinDagbók lögreglu: Glórulaus hraðakstur