Um klukkan 14:30 í gær, fimmtudag, var tilkynnt um að lítil einshreyfils flugvél hefði brotlent á Hellisheiði, á gamla þjóðveginum norðan við Hverahlíð.
Tvennt var í vélinni og slapp fólkið að mestu ómeitt, en var flutt á slysadeild til skoðunar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er talið að vélin hafi orðið bensínlaus og flugmaðurinn þurfti því að nauðlenda.