Brugghúsið tekið til gjaldþrotaskipta

Með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp 30. júlí sl., hefur bú Ölvisholts Brugghúss ehf. verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Brugghúsið í Ölvisholti framleiðir m.a. Skjálfta, Freyju, Lava og Móra ásamt öðrum árstíðabundnum tegundum.

Christiane L. Bahner, skiptastjóri búsins, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að tryggja áframhaldandi rekstur ölgerðarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fyrri grein„Það var allt brjálað í lokin“
Næsta greinFólk sjóði drykkjarvatn