Í dag fer hin árlega Bryggjuhátíð fram á Stokkseyri. Hápunktur hátíðarinnar er bryggjusöngur og brenna kl. 20 í kvöld.
Hátíðin verður sett kl. 12 í dag en þá verður í boði skemmtigarður frá Sprell leiktækjum fyrir börnin, fornbílasýning, vatnaboltar og fleira. Bærinn hefur verið skreyttur í hverfalitum og mun skarta sýnu fegursta í dag.
Kl. 20:00 er síðan bryggjusöngur og brenna þar sem Hulda Kristín og Tómas Smári spila. Harmonikkuball verður í íþróttahúsinu kl.21:00 og í Draugasetrinu verður slegið upp balli síðar um kvöldið.
Þetta er tíunda árið sem Bryggjuhátíðin fer fram og er það ósk hátíðarhaldara að allir njóti og skemmti sér vel.