Bryggjuhátíðin haldin í dag

Í dag fer hin árlega Bryggjuhátíð fram á Stokkseyri. Hápunktur hátíðarinnar er bryggjusöngur og brenna kl. 20 í kvöld.

Hátíðin verður sett kl. 12 í dag en þá verður í boði skemmtigarður frá Sprell leiktækjum fyrir börnin, fornbílasýning, vatnaboltar og fleira. Bærinn hefur verið skreyttur í hverfalitum og mun skarta sýnu fegursta í dag.

Kl. 20:00 er síðan bryggjusöngur og brenna þar sem Hulda Kristín og Tómas Smári spila. Harmonikkuball verður í íþróttahúsinu kl.21:00 og í Draugasetrinu verður slegið upp balli síðar um kvöldið.

Þetta er tíunda árið sem Bryggjuhátíðin fer fram og er það ósk hátíðarhaldara að allir njóti og skemmti sér vel.

Fyrri greinÞjóðsaga frumflutt í Sögusetrinu
Næsta greinBjarni Íslandsmeistari í 100 m skeiði