Bryggjuhátíðin hefst í dag

Stokkseyringar boða nú til Brygggjuhátíðar í áttunda sinn og er fjölbreytt dagskrá frá fimmtudagskvöldi 14. júlí og fram til síðdegis sunnudaginn 17. júlí.

Ákveðinn hápunktur hátíðarinnar verður á föstudagskvöldinu þegar fjölskylduskemmtun verður á Stokkseyrarbryggju. Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar setur hátíðina kl. 20. Björgvin Franz skemmtir. Árni Johnsen stjórnar bryggjusöng við varðeld eins og hann hefur gert á öllum hátíðunum. Hljómsveitin Granít frá Vík í Mýrdal verður með Bryggjuball og söngkonan Hlín Pétursdóttir frá Stokkseyri bætist í hljómsveitina.

Á laugardeginum verða m.a. Stokkseyrarleikar á íþróttavellinum við sundlaugina en þá koma íbúar þorpsins saman í skrautklæðum hverfa sinna til keppni og leikja. Á sunnudeginum er síðan hátíð hestamanna með hópreið og hestamannaleikjum.

Samkomuhúsið Gimli á Stokkseyri er 90 ára á þessu ári og er því fagnað með málverkasýningu Péturs Behrens og tvennum tónleikum í Gimli. Málverkasýning Péturs verður opnuð í kvöld.

Söfn, sýningar, þjónusta og afþreying á Stokkseyri verða opin alla dagana.

Hátíðin hefur sem fyrr að undirtitli “Brú til brottfluttra” og fjöllmenna þeir á Stokkseyri ásamt Sunnlendingum og gestum víðar að.

Það er Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem stendur fyrir Bryggjuhátíðinni í samvinnuverkefni heimaaðila og fleiri vina.

Dagskrá hátíðarinnar

Fyrri greinEldur í bíl í Gagnheiði
Næsta greinStofna félag um skólahúsið