Bryggjuhátíðinni aflýst – söfnunarreikningur stofnaður

Stokkseyri. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Af virðingu við aðstandendur og minningu Hjalta Jakobs Ingasonar, sem lést í bruna á Stokkseyri síðastliðinn föstudag, hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa Bryggjuhátíð 2016, sem stóð til að halda á Stokkseyri um næstu helgi.

„Orð eru máttvana og fá ekki lýst þeirri sorg og þeim söknuði sem hvílir á foreldrum, systkinum og aðstandendum Hjalta Jakobs. Við vottum foreldrum, systkinum og aðstandendum Hjalta Jakobs okkar dýpstu samúð og hluttekningu. Megi allt hið góða styrkja ykkur í sorginni og megi hlý minningin um ungan, fallegan, ljóshærðan dreng vaka í huga ykkar og hjörtum um ókomna framtíð,“ segir í tilkynningu frá hátíðarhöldurum.

Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar fjölskyldu Hjalta Jakobs, en hann lætur eftir sig foreldra og tvær yngri systur. Reikningurinn er í nafni móður Hjalta Jakobs, Gunnhildar Ránar Hjaltadóttur. Reikningsnr. 0586-14-400054, kt. 210686-4449. Margt smátt gerir eitt stórt.

Bænastund verður haldin í Stokkseyrarkirkju á þriðjudagskvöld kl. 20:00 vegna andláts Hjalta Jakobs.

Fyrri greinSelfyssingar kafsigldir í bikarnum
Næsta greinJóhanna Helga í Selfoss