Bryndís segir af sér varaþingmennsku

Bryndís Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir á bloggvef sínum í dag, að hún segi af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn.

„Í ljósu óánægju minnar með vinnubrögð flokksins og þeirra stefnubreytinga sem orðið hafa á stefnu flokksins á landsvísu frá því í seinustu alþingiskosningum þykir mér rétt að segja af mér varaþingmennsku,“ segir Bryndís sem er oddviti Framsóknarmanna í Grindavík.

Guðni Ragnarsson, bóndi á Guðnastöðum í Landeyjum, er því annar varaþingmaður Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi.

Fyrri greinBusavígsla samkvæmt rótgróinni hefð
Næsta greinÁrborgarar fallnir