Selfyssingurinn Brynja Valgeirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautaskóla Suðurlands þegar stúdentar vorsins 2013 voru brautskráðir síðastliðinn föstudag.
Alls voru 65 stúdentar brautskráðir á föstudaginn og 47 af öðrum brautum. Flestir stúdentanna útskrifuðust af félagsfræðibraut, 31 talsins en 19 af náttúrufræðibraut. Þá brautskráðust sex nemendur af húsasmíðabraut og fimm af listnámsbraut svo eitthvað sé talið.
Tólf nemendur fengu viðurkenningar á stúdentsprófi fyrir góðan árangur í einstökum greinum eða framlag til félagslífs í skólanum. Brynja náði sem fyrr segir bestum heildarárangri stúdentanna en auk hennar fengu þær Sara Árnadóttir, Valdís Bjarnadóttir og Fanney Úlfarsdóttir peningagjöf frá Hollvarðasamtökum FSu fyrir góðan námsárangur.