Brynja Kristín Einarsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Ráðningin er tímabundin frá 1. maí til 15. september.
Brynja kláraði læknanám við háskólann í Debrecen í Ungverjalandi árið 2019 og starfaði samhliða náminu m.a. á bráðamóttökunni Selfossi, sjúkrahúsinu Vogi og heilsugæslunni Hveragerði og Þorlákshöfn.
Að námi loknu hóf hún störf á sjúkrahúsinu á Akureyri og vorið 2020 tók við sérnám í bæklunarskurðlækningum þar. Tveimur árum síðar færði Brynja sig um set og hóf störf á bæklunarskurðdeild Landspítalans þar til hún byrjaði á bráðamóttöku HSU þann 1. mars síðastliðinn.