Búast við vexti í ám

Veðurstofan spáir talsverðri úrkomu á Suðurlandi í dag, laugardaginn 25. september.

Spáin gerir ráð fyrir mikill úrkomu á Eyjafjallajökli, reiknað er með að úrkoman verði áköfust frá hádegi og fram á kvöld. Þá á að draga nokkuð úr úrkomunni en viðbúið er að hún færist í aukana á ný um miðnættið og framundir morgun á sunnudag.

Þá er gert ráð fyrir að vindur verði hvass á fjöllum fram á sunnudag. Þessu veðri fylgja hlýindi svo búast má við að mikið verði í ám.

Fyrri greinKnattspyrnutímabilið gert upp
Næsta greinAfmælistónleikar Jóns Kr. í kvöld