Sveitarstjórn Flóahrepps hefur verið beðin um að gera breytingu á aðalskipulagi Hraungerðishrepps í landi Bitru.
Óskað er eftir því að gert verði ráð fyrir búgarðabyggð með 1,5 til 4 ha lóðum á um 35 ha lands.
Sveitarstjórn samþykkti beiðnina á fundi sínum fyrir skömmu með fyrirvara um að búgarðabyggðin verði skipulögð utan áhrifasvæðis vatnsverndar.