Búið að fjarlægja sviðsmynd

Búið er að fjarlægja sviðsmynd frá tökum á þáttunum Game of Thrones ofan af Höfðabrekkuheiði.

Líkt og sagt var frá í Sunnnlenska fréttablaðinu í síðustu viku höfðu þar verið skildir eftir ýmsir gervisteinar og fleira tengt upptökum á þáttunum frá í vetur.

Að sögn Snorra Þórissonar, eiganda framleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem aðstoðaði við tökur á þáttunum hafði ekki gefist færi á að taka allt efnið í vetur þar sem svo mikill snjór hefði verið á tökustað.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

TENGDAR FRÉTTIR:
Sviðsmyndin skilin eftir

Fyrri greinSelfoss mætir Njarðvík í kvöld
Næsta greinGlæsileg reiðhöll Eldhesta vígð