Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun vegna veðurspár kvöldsins. Búið er að loka veginum um Hellisheiði, Þrengsli og Sandskeið.
Versnandi veður verður um land allt fram á kvöld. Á fjallvegum suðvestanlands s.s. á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði verður um kl. 18 orðið hvasst og takmarkað skyggni vegna snjókomu og skafrennings.
Reiknað er með veðurhæð sunnan- og vestanlands, 23-28 m/s sem nær hámarki skömmu fyrir miðnætti. Spáð er vindhviðum yfir 30 m/s á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli frá því á milli kl. 17 og 18 og allt að 40-50 m/s síðar í kvöld. Eins undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.
Skafrenningur verður víða á landinu í kvöld og nótt og á Austfjörðum er á fjallvegum spáð dimmri hríð með mikilli snjókomu seint í kvöld og í nótt.
UPPFÆRT 20:51