Sundlaugin og íþróttahúsið á Laugarvatni lokaði 1. júní síðastliðinn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar og ríkið vinna að því að finna lausn á rekstri íþróttamannavirkjanna eftir að Háskóli Íslands hætti rekstri þeirra.
„Þetta tekur tíma. Við erum að vinna í þessu,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, í samtali við mbl.is. Viðhald á mannvirkjunum er brýnt og er þörfin á því uppsöfnuð. Valtýr vildi ekki greina nákvæmlega hver viðhaldskostnaðurinn er. Unnið er að því að fara yfir ástand og viðhald eignanna.
„Við leggjum ríka áherslu á að leysa þetta mál sem fyrst því mannvirkin eru mikilvæg fyrir samfélagið,“ segir Valtýr. Hann er vongóður um að það náist í þessum mánuði.