Búið að opna Þrengslin og Heiðina

Búið er að opna veginn yfir Hellisheiði, sem og Þrengsli og Sandskeið en þessum leiðum var lokað snemma í kvöld vegna veðurs og færðar.

Þrír flutningabílar sátu fastir í Kömbunum um tíma auk þess sem póstflutningabíll og rúta fóru útaf veginum og fjöldi fólksbíla sat fastur. Á Lyngdalsheiði sátu einnig rúta og um tuttugu bílar fastir í kvöld.

Björgunarsveitir voru kallaðar út og aðstoðuðu fjölda ökumanna.

UPPFÆRT KL. 08:09

Fyrri greinVantaði hollari valkost þegar kom að skyndibita
Næsta greinFSu rúllaði yfir Blika