Búið að opna Þrengslin og Heiðina – Lokað frá Eyjafjöllum að Vík

Búið er að opna Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli. Lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík og frá Skaftafelli að Kvískerjum.

Á Hellisheiði mun lægja undir miðnætti en veðrið gengur ekki niður að gagni undir Eyjafjöllum fyrr en í nótt og ekki fyrr en undir morgunn austur í Öræfum. Með morgninum verður vindur N-stæðari, víða enn hvassviðri og stormur austast á landinu.

Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Í dag hafa mælst vindhviður við Hvamm og Steina undir Eyjafjöllum yfir 50 m á sek. Lokað er frá Skaftafelli að Kvískerjum einnig er lokað frá Vík að Eyjafjöllum.

Klukkan 21:30 voru hálkublettir og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Krísuvíkurvegur er ófær. Hálka og stórhríð er á Lyngdalsheiði og á Mosfellsheiði og ekkert ferðaveður. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.

UPPFÆRT 21:49

Fyrri greinKonu leitað við Mýrdalsjökul
Næsta greinMældu stærsta sandstorm á jörðinni uppi á Skógaheiði