Búið að opna á Sólheimajökul

Nú í morgun tók lögreglan á Suðurlandi þá ákvörðun að opna veginn upp að Sólheimajökli aftur og heimila gönguferðir á jökulinn.

Rólegt hefur verið við Kötlu undanfarna sólarhringa en nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í öskjunni. Enn eru engin merki um gosóróa. Rennsli jarðhitavatns hefur ekki aukist í ám í kringum Mýrdalsjökul. Litakóðinn fyrir Kötlu er enn gulur.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er von á nánari tilkynning varðandi stöðu mála síðar í dag.

Fyrri grein32 kærðir fyrir hraðakstur
Næsta greinÞórsurum spáð 4. sæti