Búið er að opna Hellisheiði, Þrengsli og Sandskeið. Snjóþekja er á Hellisheiði og Sandskeiði. Hálka eða hálkublettir eru víða á Suðurlandi.
Skil óveðurslægðarinnar fara hratt norður yfir landið og í kjölfar þeirra nú síðdegis snýst vindátt og lægir lítið eitt. Þó það versta verði yfirstaðið í kvöld verður áfram hvasst og skafrenningur viðvarandi á hærri fjallvegum. Það hlýnar og blotnar allvíða. Hætt við að flughált verði þar sem klaki og snjór er fyrir, svo sem í uppsveitum Suðurlands.
Greiðfært er frá Breiðdalsvík með suðausturströndinni vestur undir Öræfi en þar tekur við snjóþekja og hálkublettir.
UPPFÆRT KL. 13:41: Björgunarsveitir á Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til aðstoðar ökumönnum en nokkrir bílar eru fastir eða útaf á Hellisheiði og nokkrir á Sandskeiði.
UPPFÆRT KL. 15:02: Björgunarsveitir eru enn að störfum. Nú hefur Mosfellsheiði einnig verið lokað og þar aðstoða björgunarsveitir ökumenn sem og á Bláfjallavegi.
UPPFÆRT KL. 15:12: Björgunarsveitir úr Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu aðstoðað sex bíla í vandræðum á Hellisheiði og Sandskeiði og flutt átta einstaklinga til byggða úr þeim bílum. Sveitirnar eru nú við störf í lokunarpóstum fyrir Vegagerðina sem og að aðstoða bíla á Mosfellsheiði sem er lokuð.
Vinna við brú yfir Sog við Þrastalund
Vegna vinnu við brúargólf á brúnni yfir Sogið við Þrastalund verður lokað fyrir umferð á annari akreininni. Umferð verður stýrt með ljósum. Framkvæmdir munu standa yfir frá 4. mars til 20. júní.
UPPFÆRT KL: 19:38