Búið að opna Hellisheiði en þar eru hálkublettir, einnig á Sandskeiði en orðið greiðfært í Þrengslum.
Það er hálka og snjóþekja á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi. Flughált er undir Eyjafjöllum og að Vík.
Björgunarsveitir frá Hveragerði og Þorlákshöfn voru kallaðar út í dag vegna ófærðar á Hellisheiði þar sem björgunarsveitarmenn aðstoðuðu ökumenn og mönnuðu einnig lokunarpósta.
Nokkrir bílar festust á leiðinni upp Hveradalabrekkuna en snjóþyngsli voru neðst í Hveradölum. Einnig fóru að minnsta kosti fjórir bílar útaf Þrengslavegi undir Lambafelli í krapahálku og hliðarvindi.