Búið að opna Hellisheiði

Björgunarsveitir sem verið hafa að störfum í dag eru flestar að ljúka verkefnum sínum en einhverjar munu þó sinna lokunum á vegum fram eftir kvöldi.

Á Lyngdalsheiði sat fjöldi bíla fastur og voru tugir manna ferjaðir til byggða. Einnig þurfti að aðstoða rútu með 30 manns innanborðs niður á Laugarvatn.

Á Hellisheiði og í Þrengslum var einnig mikil ófærð en búið að koma öllu fólki til byggða. FJörutíu manns voru í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Þorlákshöfn en henni hefur nú verið lokað. Sjúkrabíll fór yfir Hellisheiði í forgangsakstri nú undir kvöld og tryggðu björgunarsveitir hnökralausan flutning.

Einnig biðu fjölmargir ferðalangar af sér veðrið í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, sex bílar fóru útaf milli Hveragerðis og Selfoss og vegfarendur voru aðstoðaðir á Biskupstungnabraut og víðar.

UPPFÆRT KL. 22:32

Fyrri greinGuðmunda útnefnd íþróttamaður HSK
Næsta grein„Alltaf sama djöfulsins ruglið í ykkur löggunum“