Laust eftir miðnætti var Þrengslavegi og Suðurlandsvegi yfir Hellisheiði lokað vegna ófærðar. Klukkan 11:30 í morgun var búið að opna báða vegina.
Kl. 00:22: Hjálparsveit skáta í Hveragerði og Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn hafa verið kallaðar út til þess að manna lokunarpósta.
Þá verður Björgunarfélag Árborgar sjúkraflutningum HSU innan handar ef til útkalls kemur.
Mjög þungfært er um alla Árnessýslu og ófært víða innanbæjar á Selfossi – og eflaust víðar.
UPPFÆRT KL. 1:29: Ekkert ferðaveður er á Suðurlandi og ófært er innanbæjar á Selfossi sem og öðrum þéttbýliskjörnum sunnanlands.
UPPFÆRT kl. 6:47: Suðurlandsvegur er lokaður yfir Sandskeið og Hellisheiði og eins er lokað um Þrengsli. Búið er eð opna Suðurstrandarveg og verið er að moka á Mosfellsheiði en þar er ófært. Slæm færð er um mestallt Suðurland, þæfingsfærð víða og sums staðar þungfært en mokstur er hafinn.
UPPFÆRT KL. 8:44: Nú er búið að opna veginn um Þrengsli en Hellisheiði er enn lokuð. Búið er að opna Suðurstrandarveg. Slæm færð er um mestallt Suðurland, þæfingsfærð víða og sums staðar þungfært en mokstur er hafinn.
UPPFÆRT KL. 9:32: Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður en opið er um Þrengsli. Mokstri miðar vel á Suðurlandi og helstu leiðir óðum að opnast.
UPPFÆRT KL. 11:39: Nú er búið að opna veginn um Hellisheiði, þar er hálka og skafrenningur. Helstu aðalleiðir á Suðurlandi eru vel færar en þæfingur er á köflum á sveitavegum. Eins er þæfingsfærð á Suðurstrandarvegi.