Þrenglavegur var opnaður um kl.. 1:30 í nótt og Hellisheiðin rúmum klukkutíma síðar. Þar er nú hálka og éljagangur.
Þungfært og skafrenningur er á Lyngdalsheiði en hálka og skafrenningur á Suðurstrandarvegi. Hálkublettir og snjóþekja er með suðausturströndinni.
Veðurstofan varar við erfiðum akstursskilyrðum víða á Suðurlandinu fram undir kvöld, hvassri suðaustanátt með ofankomu sem fer smám saman yfir í rigningu í kvöld.
Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) á Suðurlandi í kvöld.
Lögreglan á Suðurlandi segir að talsverð hálka sé í flestum þéttbýliskjörnum á Suðurlandi og eru ökumenn beðnir um að taka tillit til þess.